Þann 9.desember sl. komu aðstandendur Ingveldar Vigdísar, heitinnar, færandi hendi. Fellsendi þakkar kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum á heimilinu. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi.
Smákökubakstur – bakað fyrir kaffitímann
5.desember var ákveðið að skella í smákökubakstur við mikla og góða undirtekt íbúanna. Það var mikil gleði að vita síðan til þess að það sem þau voru að baka átti að vera í kaffinu seinna um daginn. Margar hendur vinna létt verk var einmitt það sem gerðist. Það tók einungis ca.30 mínútur að ljúka verkinu og heilmargar smákökur voru gerðar.