1.maí’23 – Verkalýðsdagurinn

Á sjálfan Verkalýðsdaginn, 1.maí’23 var ákveðið að skella sér á hátíðarhöldin í Búðardal þar sem frábær skemmtiatriði voru og mjög girnilegar kræsingar og voru allir vel saddir og sælir þegar heim var komið. Því miður var eitthvað lítið tekið af myndum en það var ekki hægt að sleppa því að smella af þegar Þröstur okkar skellti sér upp á svið með fræga fólkinu 🙂