Aðventuferð í Stóra Múla – seinni ferðin

Í dag, 18.des, skruppum við í dásamlega fallegu (en köldu) veðri í Saurbæinn að gæða okkur á vöfflum og kaffi í boði Guðrúnar E. Jóhannsdóttur. Hún tók vel á móti okkur og þar sem mikið var spjallað að þá steingleymdist að taka myndir nema á leiðinni heim 😉

Við þökkum Guðrúnu fyrir okkur og skemmtilega samveru.