Farið var í tveimur fámennum hollum, fyrir og eftir hádegi (15.maí’23), í Vínlandssetrið í Búðardal, þar sem við gæddum okkur á rjúkandi, matmikilli súpu og nýbökuðu brauði. Ekki veitti af þar sem úti var aftur kominn snjór og heldur hráslagarlegt. Við hlýjuðum okkur því vel innan dyra á ljúffengum veitingum og áttum góða stund saman.