Vorferð nr.2 þetta árið

Fámennt en góðmennt var í vorferð nr.2 þegar við fórum á Dalakot í Búðardal. Þar var í boði pizzahlaðborð og vakti það mikla lukku. Þar sem okkur lá ekkert á að fara aftur heim þá skruppum við í bíltúr inn í Haukadal að skoða hvar Eiríksstaðir eru staðsettir. Farið var yfir bæjarnöfnin og hver býr hvar og lá leið okkar síðan í Neðri-Hundadal þar sem við fengum að skoða lítinn og sætan hvolp. Við þökkum heiðurshjónunum Maríu og Sigursteini (María starfar á Fellsenda) kærlega fyrir móttökurnar.