Vorferðir Fellsenda byrjaðar

Í dag, 9.maí’23, var fyrsta vorferð ársins farin og skruppum við í Dalahyttur í Hörðudal. Þar var okkur boðið upp á dýrindis kræsingar í yndislegu umhverfi. Það var talsvert hlýrra og huggulegra inni í bragganum heldur en úti við. Eftir að hafa notið veitinganna var ákveðið að heimsækja heiðurshjónin Elínu og Hörð í Vífilsdal (þau starfa bæði á Fellsenda) til að sjá hvernig sauðburður gangi hjá þeim þetta árið. Þau tóku að vanda vel á móti okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir að gefa sér tíma í að taka á móti okkur.