Fiskidagurinn litli

Það er aldrei lognmolla hjá okkur á Fellsenda, því í gær 26.september, héldum við upp á Fiskidaginn litla. Matseðill dagsins innihélt m.a. fiskiborgara og kakan í kaffinu var skreytt með nammi fiskum svo eitthvað sé nefnt 😉 Fiskidagstónleikar hljómuðu í sjónvarpinu (DVD diskar) allan daginn og var ýmist dansað og sungið með þeim.

Við þökkum Júlíusi Júlíussyni kærlega fyrir allan varninginn sem hann sendi okkur til að dagurinn yrði líkt og „mini“ útgáfa af Fiskideginum mikla á Dalvík.

Óhætt er að segja að það hafi allir verið mjög ánægðir með daginn.

Einnig er mjög mikilvægt að greina frá því að íbúarnir útbjuggu sjálfir til flest allt skrautið sem var á veggjum heimilisins í tilefni dagsins.