Á sumardaginn fyrsta, 21.apríl 2022, kom Jón Páll Ásgeirsson (fyrir hönd Lionsklúbbsins á Seltjarnarnesi) með hjólastól sem ákveðið var að gefa Hjúkrunarheimilinu Fellsenda til þess að auðvelda íbúum heimilisins að komast á milli bygginga og taka þátt í iðjunni sem þar er. Við þökkum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og mun hún koma vel að notum.
Meðfylgjandi mynd er af Jóni Páli Ásgeirssyni og Helgu Garðarsdóttur hjúkrunarforstjóra við afhendingu hjólastólsins á Fjölskylduhátíð Fellsenda.