Gjöf til Fellsenda

Nú á dögunum barst Fellsenda falleg gjöf frá Bergþóru Jónsdóttur, skógræktarbónda á Hrútsstöðum í Dölum. Glæsilegar birkiplöntur og hvorki fleiri né færri en 67 stykki.

Á meðfylgjandi mynd er Bergþóra að afhenda brot af plöntunum til Gyðu Lúðvíksdóttur, starfsmanns Fellsenda. 

Við þökkum Bergþóru kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf. 

{showtime 17}