Göngutúr og almenn yndislegheit

Góða veðrið leikur við okkur og reynum við að nýta hvern dag til að næla okkur í D-vítamín og svolítið af O2 líka 😉

Við byrjuðum daginn á að fá okkur göngutúr og var vegalengdin ákveðin af hverjum og einum. Þegar heim var komið var ýmist farið í sólbað eða farið að safna Fíflum…sko blómunum 😉 og Birki laufblöðum. Síðan eru blómin og laufblöðin sett í olíu og eftir nokkra daga í gerjun verða búin til krem.

Þar sem góða veðrið kallar oft á grill…þá græjaði eldhúsið frábæran grillmat og borðuðu sumir úti.

Enn og aftur þökkum við fyrir dásamlegan dag og vonum að þeir verði mikið fleiri 🙂