Þann 5.des héldum við okkar margrómaða jólahlaðborð. Það var hvergi slegið slöku við og verður alltaf erfiðara og erfiðara að toppa þessi hlaðborð. Þetta varð rosaleg veisla sem endaði í söng og dansi. Allir saddir, sáttir og sælir eftir þessa veislu.
Við þökkum Ólöfu Höllu og Skyrgámi kærlega fyrir komuna. Þau sungu, spiluðu og héldu uppi stuðinu 😉