Jólahlaðborðið

Ár hvert höldum við jólahlaðborð þar sem íbúar og starfsmenn gera sér glaðan dag saman og borða hreinlega yfir sig af ómótstæðilegum kræsingum. Allur matur er vandlega matreiddur úr eldhúsi Fellsenda og má líkja hlaðborðinu okkar við bestu og flottustu jólahlaðborð á markaðnum.

Við fengum til okkar góða gesti, Steinku Páls sem spilaði og söng fyrir okkur nokkur vel valin jólalög (og að sjálfsögðu tókum við vel undir) og hann sr. Snævar Jón sem las fyrir okkur jólasögu. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna og samveruna sem og öllum þeim sem mættu og tóku þátt með okkur.