Þann 22.desember var síðasta upplestrarheimsóknin til okkar á Fellsenda og vorum við þá búin að fá að njóta upplestrar með sveitungum okkar í sjö skipti. Þessar stundir voru vel sóttar og ákaflega ánægjulegar og notalegar. Þeir sem komu til okkar í síðustu skiptin voru Sigríður Jónsdóttir – bókavörður (13.des), Helga Elínborg Guðmundsdóttir – bóndi á Erpsstöðum (20.des) og Jóhanna Sigrún Árnadóttir – bóndi á Stóra-Vatnshorni (22.des).
Eins og sjá má á einni myndinni þá fengu dömurnar nýtt naglalakk fyrir jólin og þótti þetta tilvalinn tími meðan hlustað var á upplesturinn.
Við þökkum þeim sem komu að upplestrinum í desember kærlega fyrir frábært framtak.