Þann 17.maí sl. var skroppið í bíltúr að Stóra-Vatnshorni í Haukadal, þar sem kíkt var inn í kirkjuna og síðan inn í fjárhús að knúsa lömbin. Ágúst (sem er ættaður frá Stóra-Vatnshorni) og Kristbjörg, kona hans (þau eru bæði starfsmenn á Fellsenda) tóku á móti Önnu Þóru og Helgu hjúkrunarforstjóra. Líkt og myndirnar sýna, þá var mikil gleði með þessa ferð. Kærar þakkir fyrir góðar móttökur!