Tvær sumarferðir farnar í dag :)

Þar sem við erum svo heppin að hafa fjölbreytta afþreyingu og veitinga-/kaffihús í Dölunum að þá náðum við að fara í tvær ferðir í dag.

Í fyrri ferðinni okkar fórum við til Bogu (starfsmaður) í Blómalindina og fengum þar kaffi og súkkulaði. Hún tók vel á móti okkur og alltaf huggulegt að koma til hennar og skoða alla fallegu hlutina og blómin sem hún er með. Þá lá leið okkar yfir á nýopnaðan og notalegan stað sem ber nafnið Blys. Þar fengum við okkur gómsæta hamborgara.

Í seinni ferðinni fórum við á Vínlandssetrið og fengum okkur girnilegar kökur og með því 😉