Vel heppnuð Fjölskylduhátíð Fellsenda

20.apríl síðast liðinn, sumardaginn fyrsta, var haldin Fjölskylduhátíð Fellsenda þar sem aðstandendum og öðrum gestum var boðið að koma og eiga góða stund saman. Margt var um manninn og voru veitingarnar ekki af verri endanum. Þvílíka hlaðborðið sem starfsmenn eldhússins töfruðu fram og er óhætt að segja að það hafi enginn farið svangur heim.
Karlakórinn Söngbræður kom og flutti fyrir okkur nokkur vel valin lög og fengu þeir ekki að fara fyrr en þeir voru búnir að gæða sér á ljúffengum veitingum.

Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og einnig þeim sem gerðu þessa hátíð að veruleika.
Nokkrar myndir frá deginum fylgja með 🙂