Umsókn um dvöl

Þegar kemur að því að sækja um pláss á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um færni- og heilsumat. Færni- og heilsumat er faglegt, einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu á hjúkrunar- og dvalarheimilum.

Hér getur þú nálgast frekari upplýsingar um færni og heilsumat sem og umsóknareyðublaðið:

https://www.landlaeknir.is/gaedi-og-eftirlit/notendur-heilbrigdisthjonustu/faerni-og-heilsumat/

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft með þjónustu fyrir fullorðna einstaklinga með geðraskanir en einstaklingar frá geðsviði Landspítalans hafa forgang. Á síðari árum hefur aukist að yngri einstaklingar óski eftir búsetu að Fellsenda og hefur aldursbil íbúanna því breikkað þónokkuð. Einstaklingar hafa haft möguleika á að koma í hvíldarinnlögn þegar ekki er hægt að fylla rými með varanlegri búsetu og hefur það reynst mörgum vel.

Ef einhverjar spurningar vakna í ferlinu er hægt að hafa samband við Helgu Garðarsdóttur, Hjúkrunarforstjóra á tölvupóstinum helga@fellsendi.is

 

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er aðildarfélagi í Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu og hér fyrir neðan má sjá hlekk inn á handbók fyrir íbúa hjúkrunarheimila sem gott er að skoða:
https://samtok.is/hagnytar-upplysingar/handbok-sfv-fyrir-ibua-hjukrunarheimila/