Þann 24.janúar kom Barbara Guðbjartsdóttir og bauð upp á Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
Þeir íbúar sem þessa þjónustu þiggja, greiða fyrir hana sjálfir.
Barbara hefur ákveðið að koma til okkar einu sinni í mánuði eða á meðan áhugi íbúa er á hennar þjónustu.
Við þökkum Barböru kærlega fyrir að bæta okkur við sína dagskrá en hún er að koma alla leið af Ströndunum.