Nú á dögunum barst Fellsenda falleg gjöf frá Bergþóru Jónsdóttur, skógræktarbónda á Hrútsstöðum í Dölum. Glæsilegar birkiplöntur og hvorki fleiri né færri en 67 stykki. Á meðfylgjandi mynd er Bergþóra að afhenda brot af plöntunum til Gyðu Lúðvíksdóttur, starfsmanns Fellsenda. Við þökkum Bergþóru kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf. {showtime 17}
Einar gróðursetur
Einar Björnsson, íbúi á Fellsenda, var staðráðinn í að fjölga trjánum í kringum heimilið. Hann fór því og keypti sér nokkrar vel valdar Keisara aspir og Pinna aspir. Hann fékk síðan góða aðstoð frá Óskari Birni, starfsmanni, við að planta þeim á stað sem mun fá heitið Einarslundur. Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni Einars í framtíðinni. {showtime …
Verkefni iðjunnar: skraut fyrir Bæjarhátíð Búðardals
Mikill undirbúningur og vinna hefur verið sl. vikur hjá okkar fólki þar sem iðjan setti í sölu garðskraut í litunum fyrir Bæjarhátíðina í Búðardal (1.-3.júlí). Vel var tekið í þessa hugmynd okkar og höfðum við nóg að gera. Nokkrir íbúar fóru síðan í Búðardal á föstudaginn sl., 1.júlí, og skoðuðu útkomuna í görðum bæjarbúa. {showtime 11}
17.júní – skroppið í Búðardal
Á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17.júní, var skroppið með nokkra íbúa að sjá hátíðarhöldin í Búðardal. Stoppað var að sjálfsögðu í Dalabúð til að fá sér vöfflur og kaffi og þar var enginn annar en sóknarprestur okkar, sr. Snævar, sem lét sig ekki vanta í myndatöku 🙂 {showtime 10}
Ferð á Hellissand 16.júní
Ákveðið var að skella sér í langferð alla leið á Hellissand þar sem Kalli sýndi okkur gamla bæinn sinn með viðkomu í kirkjugarðinum. Að sjálfsögðu stoppuðum við og fengum okkur að borða á Skerinu í Ólafsvík. Enginn svikinn þar 🙂 Þetta var langur og góður dagur. {showtime 7}
Kaffihúsaferð í Árblik 7.júní’22
Þar sem við erum svo heppin að það opnaði nýtt kaffihús rétt hjá okkur, þá lá leið okkar auðvitað þangað. Árblik í Suðurdölum var með ljúffengar vöfflur m/rjóma og kaffi/gos með því þennan daginn. Allir sáttir með það 🙂 {showtime 6}
Söngur, gleði og gaman
Þegar Steinunn Pálsdóttir (betur þekkt sem Steinka Páls) kemur á Fellsenda er ætíð mikil gleði. Hún syngur, spilar og heldur uppi stuði með íbúum og starfsfólki. Það er ávallt mikið fagnaðarefni þegar hún kemur og þökkum við henni vel fyrir það. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókn hennar 2.júní sl. {showtime 5}
Dömuferð í Borgarnes
Þann 31.maí sl. var ákveðið að skreppa í dömuferð í Borgarnes þar sem við skruppum á Grillhúsið að borða og síðan lá leiðin á fatamarkað Cosmo þar sem dömurnar keyptu sér allar eitthvað fallegt til að vera í. Mikil gleði og ánægja var með ferðina. {showtime 4}
Laus störf á Fellsenda
Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt.
Ísbíltúr
Þegar sólin lætur sjá sig og veðrið leikur við okkur, þá skellum við okkur í ísbíltúr og kíkjum á kanínuungana á Erpsstöðum. {showtime 3}