Vel heppnuð Fjölskylduhátíð Fellsenda

20.apríl síðast liðinn, sumardaginn fyrsta, var haldin Fjölskylduhátíð Fellsenda þar sem aðstandendum og öðrum gestum var boðið að koma og eiga góða stund saman. Margt var um manninn og voru veitingarnar ekki af verri endanum. Þvílíka hlaðborðið sem starfsmenn eldhússins töfruðu fram og er óhætt að segja að það hafi enginn farið svangur heim. Karlakórinn Söngbræður kom og flutti fyrir …

Boccia!

Það er alltaf gaman þegar spil/leikir eru dregin fram og er Boccia vinsæll leikur þar sem hann er hægt að leika bæði inna- og utandyra.

Fjölskylduhátíð Fellsenda – Sumardaginn fyrsta

Hin árlega Fjölskylduhátíð Fellsenda verður haldin á sumardaginn fyrsta, 20.apríl milli kl.14-16. Aðstandendum er boðið að koma og eiga góða og notalega stund með sínu fólki. Karlakórinn Söngbræður mun koma og taka nokkur lög fyrir okkur og boðið verður upp á stórglæsilegt kaffihlaðborð. Hlökkum til að sjá ykkur

Páskabingó

Páskabingó var haldið 8. apríl sl. við góðar undirtektir. Bingó er alltaf vinsælt og er beðið í ofvæni eftir næsta Bingói 🙂

Laus störf á Fellsenda

https://www.mbl.is/atvinna/7892/ Umsóknarfrestur er til 1.maí’23 ________________________________ Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt. Getum …

Pizzaferð í Borgarnes

Bestu ferðirnar eru þær sem eru planaðar með mjög stuttum fyrirvara. Þannig var það í dag þegar mæðgurnar, Helga hjúkrunarforstjóri og Eva dóttir hennar, ákváðu að skreppa með Önnu Þóru og Karl í pizzaferð í Borgarnes. Kátínan leyndi sér ekki 🙂

Þorrablót íbúa 1.febrúar’23

Miðvikudaginn 1.febrúar, var árlegt þorrablót íbúanna haldið. Við fengum góða gesti til okkar, þau Ólöfu Höllu og sr. Snævar Jón. Ólöf Halla sagði okkur söguna af Sæmundi góða og sr. Snævar söng og spilaði fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þorrablótið svona flott og skemmtilegt.

Aðventukaffi og ómetanlegur stuðningur Kvenfélagsins Fjólu í desember 2022

Skemmtileg hefð hefur myndast hér hjá okkur í gegnum tíðina, þar sem Kvenfélagið Fjóla kemur og býður upp á aðventukaffi fyrir íbúa og gesti. Þetta er skemmtileg og notaleg samverustund sem lýkur með gómsætu kaffihlaðborði í boði kvenfélagsins. Einnig færði kvenfélagið okkur gjöf að upphæð 50.000 kr sem mun nýtast vel í að kaupa afmælisgjafir fyrir íbúana og þar með …

Ýmislegt brallað í desember 2022

Í desember, síðast liðnum, var ýmislegt skemmtilegt brallað á Fellsenda til að njóta tímans saman fram að jólum. Starfsmenn iðjunnar skipulögðu margvísleg verkefni og skemmtidaga en því miður vorum við ekki nógu dugleg að taka myndir af öllum dögunum en nokkrar myndir fylgja nú samt með. Dæmi um það sem íbúarnir tóku þátt í voru: – Smáköku- og vöfflubakstur – …

Gjöf til Fellsenda

Þann 9.desember sl. komu aðstandendur Ingveldar Vigdísar, heitinnar, færandi hendi. Fellsendi þakkar kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum á heimilinu. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi.