Rut skrapp af bæ

Í dag gerði Rut Jenny sér glaðan dag og skrapp í heimsókn í Vífilsdal, Hörðudal, til að skoða lömbin. Skemmtileg ferð sem er henni ofarlega í huga og þakkar hún Herði og Elínu (starfsmönnum Fellsenda) kærlega fyrir heimboðið.

Anna Þóra 57 ára

Stutt er á milli hátíðisdaga hjá okkur og var einn slíkur þann 30.maí þegar Anna Þóra okkar átti afmæli. Hún varð 57 ára og var heldur betur búin að ákveða hvað hún vildi bjóða upp á með kaffinu en það var peruterta. Hún fékk góða heimsókn og naut dagsins. Við óskum Önnu Þóru innilega til hamingju með daginn sinn.

Ingibjörg 49 ára

Þann 27.maí sl. átti Ingibjörg afmæli og varð hún 49 ára. Hún vildi fá merkta köku og að sjálfsögðu fékk hún eina slíka enda keppast eldhússtarfsmenn við að koma til móts við þarfir okkar íbúa. Við óskum Ingibjörgu innilega til hamingju með daginn sinn 🙂

Kiðlingar í heimsókn

Við fengum skemmtilega heimsókn frá Sauðafelli, 19.maí, en það voru kiðlingarnirnir Halla Hrund og Jóhanna 🙂 Eins og gefur að skilja þá vakti þessi heimsókn mikla lukku hjá hópnum. Við þökkum Sauðafellsbændum kærlega fyrir að hugsa til okkar.

Allt er betra með glimmeri ;)

Eins og tíðkast hefur hjá okkur síðast liðin ár, þá höfum við ýmsa þemadaga. Í dag, 14.maí, vorum við með glimmerdag. Hver elskar ekki glimmer 😉 Eitthvað var lítið um myndatöku en þó náðust þessar. Það er alltaf gaman þegar það verður eitthvað uppbrot þó það sé ekki mikið.

Kaffiboð og heimsókn í fjárhúsið

Við getum örugglega öll verið sammála um það að einn mesti vorboði sé sauðburður 🙂 Starfsmennirnir (og hjónin) Ágúst og Kristbjörg buðu íbúum að koma í heimsókn að þiggja kaffiveitingar og kíkja síðan á sauðburðinn. Þetta vakti gríðarlega lukku meðal íbúanna og er alltaf jafn gaman og huggulegt að kíkja til þessara eðalhjóna. Við þökkum þeim kærlega fyrir gott boð …

Vorið komið…

Þrátt fyrir að hitastigið sé ekki hátt þá er nú samt komið vor í lofti og þá alveg tilvalið að skella sér út undir beran himininn. Nokkrir íbúar og starfsmenn kíktu út og höfðu gaman 🙂

Halla Hrund forsetaframbjóðandi í heimsókn

Okkur hlotnaðist sá heiður að fá Höllu Hrund forsetaframbjóðanda í heimsókn til okkar þann 28.apríl sl. Ekki var nóg með að hún tók samtalið við okkur heldur kom hún með harmonikku með sér og tók lagið. Við þökkum Höllu Hrund kærlega fyrir komuna og óskum henni góðs gengis í áframhaldandi kosningabaráttu.

Fjölskylduhátíð Fellsenda 25.apríl’24

Líkt og undanfarin ár var haldið upp á Fjölskylduhátíð Fellsenda þar sem aðstandendum og vinum var boðið að koma og njóta dagsins með okkur. Karlakórinn Söngbræður kom og söng fyrir okkur nokkur vel valin lög og mætti segja að það sé komin hefð á að fá þá ágætu menn til okkar. Þeir vekja alltaf mikla lukku hjá okkar fólki. Bjarni …

Skroppið í kaffi og meðlæti í Dalahyttur

Tekin var sú skyndiákvörðun í góðu veðri, þann 13.apríl sl., að skella sér í kaffi og dásamlegt meðlæti hjá henni Guðrúnu í Dalahyttum. Við þökkum henni kærlega fyrir góðar móttökur. Enginn svikinn á að skella sér í Dalahyttur, Hörðudal.