Smákökubakstur – bakað fyrir kaffitímann

5.desember var ákveðið að skella í smákökubakstur við mikla og góða undirtekt íbúanna. Það var mikil gleði að vita síðan til þess að það sem þau voru að baka átti að vera í kaffinu seinna um daginn. Margar hendur vinna létt verk var einmitt það sem gerðist. Það tók einungis ca.30 mínútur að ljúka verkinu og heilmargar smákökur voru gerðar.

Jólahlaðborð íbúanna 2022

30. nóvember var haldið hið árlega, stórglæsilega jólahlaðborð fyrir íbúa Fellsenda. Að vanda var frábær matur og allir borðuðu eins og þeir gátu í sig látið og voru saddir og sælir eftir matinn. Steinka Páls kom og spilaði og söng af sinni einskærru snilld og fékk að sjálfsögðu að gæða sér á hlaðborðinu fyrir vikið. Við þökkum henni og öllum …

Messa í Kvennabrekkukirkju

Sr. Snævar Jón Andrésson, sóknarprestur Dalamanna, skipulagði messu fyrir íbúa Fellsenda í Kvennabrekkukirkju 26.júlí sl. Það var góð mæting og íbúarnir yfir sig hrifnir. Sr. Snævar er vel þekkturo og ákaflega vel liðinn hjá íbúum og starfsfólki Fellsenda þar sem hann er vanur að koma einu sinni í viku og spjalla við þá sem það vilja.  Meðfylgjandi myndir eru úr …

Taka til hendinni

Íbúarnir Karl og Einar sjást hér aðstoða við að gera fínt við Fellsenda. Þeir eru duglegir að hjálpa og finnst gaman að aðstoða húsvörðinn hann Ágúst.  {showtime 19}

Skroppið í ísferð á Erpsstaði

Það er alltaf vinsælt að skreppa á Erpsstaði og fá sér ís og ekki skemmir nú fyrir þegar veðrið er gott 🙂  {showtime 18}

Gjöf til Fellsenda

Nú á dögunum barst Fellsenda falleg gjöf frá Bergþóru Jónsdóttur, skógræktarbónda á Hrútsstöðum í Dölum. Glæsilegar birkiplöntur og hvorki fleiri né færri en 67 stykki. Á meðfylgjandi mynd er Bergþóra að afhenda brot af plöntunum til Gyðu Lúðvíksdóttur, starfsmanns Fellsenda.  Við þökkum Bergþóru kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf.  {showtime 17}

Einar gróðursetur

Einar Björnsson, íbúi á Fellsenda, var staðráðinn í að fjölga trjánum í kringum heimilið. Hann fór því og keypti sér nokkrar vel valdar Keisara aspir og Pinna aspir. Hann fékk síðan góða aðstoð frá Óskari Birni, starfsmanni, við að planta þeim á stað sem mun fá heitið Einarslundur. Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni Einars í framtíðinni.  {showtime …

Verkefni iðjunnar: skraut fyrir Bæjarhátíð Búðardals

Mikill undirbúningur og vinna hefur verið sl. vikur hjá okkar fólki þar sem iðjan setti í sölu garðskraut í litunum fyrir Bæjarhátíðina í Búðardal (1.-3.júlí). Vel var tekið í þessa hugmynd okkar og höfðum við nóg að gera. Nokkrir íbúar fóru síðan í Búðardal á föstudaginn sl., 1.júlí, og skoðuðu útkomuna í görðum bæjarbúa.  {showtime 11}

17.júní – skroppið í Búðardal

Á þjóðhátíðardaginn sjálfan, 17.júní, var skroppið með nokkra íbúa að sjá hátíðarhöldin í Búðardal. Stoppað var að sjálfsögðu í Dalabúð til að fá sér vöfflur og kaffi og þar var enginn annar en sóknarprestur okkar, sr. Snævar, sem lét sig ekki vanta í myndatöku 🙂 {showtime 10}

Ferð á Hellissand 16.júní

Ákveðið var að skella sér í langferð alla leið á Hellissand þar sem Kalli sýndi okkur gamla bæinn sinn með viðkomu í kirkjugarðinum. Að sjálfsögðu stoppuðum við og fengum okkur að borða á Skerinu í Ólafsvík. Enginn svikinn þar 🙂 Þetta var langur og góður dagur.  {showtime 7}