Forskot á aðventuna

Í gær, sunnudaginn 26.nóvember, var heldur betur tekið forskot á aðventuna. Kvenfélagið Fjóla bauð í glæsilegt kaffihlaðborð eins og þeim einum er lagið, Sönghópurinn Hljómbrot flutti nokkur vel valin lög undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur og var einleikari á þverflautu, Sigrún Sigurðardóttir og einsöngvari, Ólöf Halla Bjarnadóttir.
Sr. Snævar Jón Andrjesson las síðan sögu um kertin á aðventukransinum.

Við þökkum öllum sem komu, kærlega fyrir. Þetta var yndislegur dagur.