Messa í Kvennabrekkukirkju

Okkar eini sanni sr. Snævar Jón Andrésson var með messu í Kvennabrekkukirkju fyrir alla þá sem vildu. Það fór góður hópur og naut þessarar stundar. Þökkum við sr. Snævari kærlega fyrir okkur.

Eiríkur 74 ára

Það er stutt á milli fagnaðarefna hjá okkur því í dag á hann Eiríkur 74 ára afmæli. Hann bauð öllum upp á rækjubrauðtertu í tilefni þess og var hinn kátasti með það. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn sinn.

Halldór Rúnar 58 ára

Halldór Rúnar eða Dóri, fagnar 58 ára afmælinu sínu í dag. Hann bauð öllum upp á vöfflur og tilheyrandi í tilefni dagsins. Við óskum Dóra innilega til hamingju með daginn sinn 🙂

Þórður Ingi 58 ára

Þórður Ingi, Doddi, fagnaði 58 ára afmæli sínu í dag og bauð öllum upp á rjómatertu. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins 😉  

Laust starf: Hjúkrunarforstjóri

Hjúkrunarheimilið Fellsendi leitar að öflugum og reynslumiklum einstaklingi til að taka að sér starf hjúkrunarforstjóra til að efla og stýra starfinu á heimilinu. Um er að ræða áhrifamikið og fjölbreytt starf í frábæru umhverfi sem gefur mikla möguleika á mótun og þróun þjónustunnar. Ef þú ert metnaðarfull/-ur með leiðtogahæfileika og ástríðu fyrir faglegu starfi og umbótum í heilbrigðisþjónustu þá er …

Heimsóknir í MS Búðardal

Í gær, 17.mars, skruppum við í heimsókn í MS Búðardal þar sem Garðar Freyr Vilhjálmsson, verkstjóri, tók vel á móti okkur. Byrjað var á glæsilegri og mjög svo fróðlegri kynningu á sögu staðarins og starfseminni. Eftir gott spjall var okkur svo boðið upp á smakk á ostum og kókómjólk. Þetta voru ákaflega skemmtilegar ferðir (fórum tvær ferðir) og karlarnir ánægðir …

Nýttu afmælisgjafirnar sínar – gjafabréfin

Farið var af stað með afmælis“börn“ janúar mánaðar (2 af 3) til að nýta gjafabréfin sem þau fengu í afmælisgjöf frá Fellsenda (máltíð fyrir einn á Dalakoti). Bára og Erla Þrúður voru hinar kátustu með ferðina og matinn. Á meðan við skruppum í þessa skvísuferð þá skemmtu aðrir sér heima, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Allt mögulegt í gangi í dag!!

Það var heldur betur notalegur dagur hjá okkur í dag! Við byrjuðum á að gefa öllum konum rós í tilefni konudagsins (deginum áður) og horfðum svo á eina bíómynd (sumir horfðu á bíómynd á meðan aðrir fóru í Iðjuna – Vinnustofu). Margir voru í náttfötunum sínum eða „kósý fötum“ allan daginn og var þetta svolítið afslappað. Í hádeginu fengu síðan …

Valentínusardagurinn

Ástin liggur víða í loftinu þennan daginn og ekkert síður hér hjá okkur. Við héldum upp á þennan kærleiksríka dag og höfðum gaman.