Síðasta skipulagða sumarferðin í ár

Það var fámennt en góðmennt í síðustu skipulögðu ferðinni okkar þetta sumarið. Tvær dömur skruppu með okkur á Erpsstaði þar sem við gæddum okkur á ís og sáum dýrin á bænum. Það var kalt úti svo við stoppuðum ekki lengi. Við ákváðum að taka stuttan bíltúr í Neðri-Hundadal þar sem við fengum að sjá og klappa viku gömlum hvolpi. Dömurnar …

Lengri rúntur tekinn í dag…

Við skruppum heldur betur í lengri bíltúr í dag en síðustu daga því leið okkar lá í Borgarfjörðinn. Við byrjuðum á því að fá okkur að borða í Baulunni/Esjuskálanum og þar var síðan tekin sú ákvörðun að keyra aðeins um þar sem ekki allir höfðu séð þetta svæði áður. Þá lá leið okkar að Deildartunguhver/Kraumu þar sem við skoðuðum aðeins …

Tvær sumarferðir farnar í dag :)

Þar sem við erum svo heppin að hafa fjölbreytta afþreyingu og veitinga-/kaffihús í Dölunum að þá náðum við að fara í tvær ferðir í dag. Í fyrri ferðinni okkar fórum við til Bogu (starfsmaður) í Blómalindina og fengum þar kaffi og súkkulaði. Hún tók vel á móti okkur og alltaf huggulegt að koma til hennar og skoða alla fallegu hlutina …

Einar sækir fleiri plöntur

Í dag, 1.júlí, fór Einar okkar og heimsótti Maríu G. Líndal (starfsmann) sem ræktar ýmiskonar tré. Hann hefur undanfarin ár verið að útbúa trjálund (með aðstoð starfsmanna) fyrir hönd Hjúkrunarheimilisins. Sá lundur hefur fengið nafnið „Einarslundur“. Einar fór því ásamt Reyni (starfmanni) að sækja tré í verkefnið.

Nýtum góða veðrið

Er ekki tilvalið að nýta tækifærið þegar sú gula heiðrar okkur með nærveru sinni, að skreppa út og fá D-vítamín í kroppinn 😉

Áfram halda vor/sumarferðirnar

Í dag, 26.júní, héldum við áfram að gera okkur glaðan dag og var för okkar heitið í Dalahyttur Hörðudal. Þar tók vertinn á móti okkur með dýrðlegum kaffiveitingum eins og þeim er von og vísa. Öllum öðrum ólöstuðum þá vorum við sammála um að þetta voru bestu vöfflur sem við höfum smakkað hingað til.

Vor/sumarferðir hafnar

Fyrstu vor/sumarferðirnar voru farnar í dag, 25.júní, aðeins seinna en oft áður. Fyrri ferð dagsins var farin á Vínlandssetrið og gæða okkur á gómsætum súpum og brauði. Seinni ferð dagsins var farin í Sælukotið Árblik þar sem við fengum dýrindis kaffiveitingar. Það er enginn svikinn af því að kíkja á veitingastaði/kaffihús Dalabyggðar (https://www.west.is/en/destinations/towns-regions/visit-dalir/dalir-food-and-drink)

Þjóðhátíðardagur Íslands

Hæ hó jibbý jey!! Upp er runninn Þjóðhátíðardagur Íslands, 17.júní. Sá dagur er haldinn hátíðlega um land allt og var skroppið, með þá sem það vildu, í Búðardal til að sjá hátíðarhöldin þar. Myndirnar tala sínu máli.

Þröstur 61 árs

Hamingjusamur maður vaknaði að morgni 16.júní og var búinn að bíða spenntur eftir afmælisdeginum sínum. Þröstur okkar á afmæli í dag!! hann var búinn að biðja um bleika og hvíta köku með dýrum á. Ekki stóð á eldhúsinu að uppfylla þá ósk. Við óskum Þresti innilega til hamingju með daginn sinn 🙂

Andrés Þór 61 árs

Í gær, 9.júní, átti Andrés Þór afmæli og var að sjálfsögðu haldið upp á það. Hann virtist hinn hressasti með daginn og fékk hann nýbakaðar vöfflur með ís í tilefni hans. Við óskum Andrési innilega til hamingju með daginn 🙂