12. október’23 (afmæli, bleikur dagur og Steinka Páls)

Þessi dagur var heldur betur gleðilegur því fyrst og fremst átti Þóra afmæli og varð hún 82 ára. Einnig var haldið upp á bleika daginn og var því allt skreytt með bleiku og maturinn eftir því 😉 ekki lauk veislunni þar því Steinka Páls kom, söng og spilaði fyrir okkur og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn tekinn.

Við óskum Þóru innilega til hamingju með daginn sinn. Hún hafði engar sérstakar óskir fyrir kaffitímann því henni finnst allt gott sem kemur úr eldhúsinu á Fellsenda og urðu vöfflur fyrir valinu með jarðarberjaís  🙂