Kaffiboð og heimsókn í fjárhúsið

Við getum örugglega öll verið sammála um það að einn mesti vorboði sé sauðburður 🙂

Starfsmennirnir (og hjónin) Ágúst og Kristbjörg buðu íbúum að koma í heimsókn að þiggja kaffiveitingar og kíkja síðan á sauðburðinn. Þetta vakti gríðarlega lukku meðal íbúanna og er alltaf jafn gaman og huggulegt að kíkja til þessara eðalhjóna.

Við þökkum þeim kærlega fyrir gott boð og yndislegar móttökur.