Ísrúntarnir eru uppáhalds!

Í dag, 8.júlí’23, var farið í ferð á Erpsstaði og var tilefnið áframhaldandi SÓL og hvað er betra að gera í sól en borða ís 😉 Þessir bíltúrar klikka sko ekki!

Sólardagar nýttir vel

Júlí mánuður byrjaði vel og var hver sólarmínúta nýtt til hins ýtrasta. Allt verður mikið skemmtilegra þegar sólin fer að skína 🙂

Skyndiákvörðun dagsins!

Mánudaginn 26.júní’23 var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Við skruppum í Sælureitinn Árblik og fengum okkur ýmislegt gott Þar skoðuðum við einnig ýmsar söluvörur úr héraði. Við erum ákaflega heppin að hafa fjölbreytta og skemmtilega þjónustu á næstu grösum. Það þarf nefninlega ekki alltaf að fara langt 😉 

Ísbíltúr á Erpsstaði

Laugardaginn 24.júní sl. var skroppið á Erpsstaði til að gæða sér á ís og kíkja á dýrin. Það er alveg ómetanlegt að hafa þessa þjónustu í nærumhverfinu.

Hér var verið að fíflast

Þar sem nóg var af fíflum á svæðinu 😉  þá var ákveðið að tína nokkra og vinna úr þeim t.d. síróp.

Kaffihús á Fellsenda

Í dag var ákveðið að breyta aðeins til að bjóða öllum upp á kanilsnúða og kókómjólk með uppdekkuðum borðum. Þetta vakti mikla lukku hjá öllum.

Skroppið að Eiríksstöðum í Haukadal

Í dag var ákveðið með skömmum fyrirvara að skreppa að Eiríksstöðum í Haukadal. Það fóru fjórir vaskir menn, ásamt fylgdarliði, og hlýddu á merka sögu Eiríks rauða. Þeir sem vildu fengu að prófa að handfjatla meðal annars exi og skjöld.  

Sól úti og inni

Þegar sólin fer að skína þá birtir yfir öllu, líka okkur. Hér á meðfylgjandi myndum eru nokkrir að sinna mikilvægri iðju.

Dömur í verslunarferð

Við gripum tækifærið þegar Cosmo kom í Búðardal (31.maí) með fatamarkað og skelltum okkur í dömuferð. Það fóru 2 dömur en verslað var fyrir fleiri.