Aðventuferð í Stóra Múla

Við fengum dásamlegt boð í vöfflukaffi til hennar Guðrúnar E. Jóhannsdóttur að Stóra Múla í Saurbæ. Hún bauð okkur að koma og þiggja veitingar í nýuppgerða fjósinu hjá þeim hjónum. Fjósið er nú komið með annan tilgang en það er að vera samkomuhús. Ákveðið var að fara í tvær ferðir með íbúa til hennar, annars vegar kvennaferð og hinsvegar karlaferð.

Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir boðið og gestrisnina og hlökkum til að koma aftur þegar við getum kíkt á geiturnar 😉

Til gamans má geta að þennan sama dag var rauður þemadagur hjá okkur á Fellsenda og í tilefni dagsins voru margir klæddir rauðu eða t.d. með rauðan varalit og var boðið upp á rauða köku.