Okkur var boðið að fá til okkar sveitunga til að vera með upplestur fyrir okkur á aðventunni og að sjálfsögðu þáðum við það. Eitthvað fyrirfórst að taka myndir en til okkar komu nokkrir galvaskir einstaklingar og lásu fyrir okkur.
Þetta er notaleg og skemmtileg stund og þökkum við Berghildi Pálmadóttur kærlega fyrir að standa fyrir þessu.