Áfram halda vor/sumarferðirnar

Í dag, 26.júní, héldum við áfram að gera okkur glaðan dag og var för okkar heitið í Dalahyttur Hörðudal. Þar tók vertinn á móti okkur með dýrðlegum kaffiveitingum eins og þeim er von og vísa. Öllum öðrum ólöstuðum þá vorum við sammála um að þetta voru bestu vöfflur sem við höfum smakkað hingað til.