Karlarnir skruppu af bæ…

Í dag, 28.júlí’23, skrapp karlpeningurinn af bæ og lá leiðin heim til Ágústs og Kristbjargar (sem eru starfsmenn á Fellsenda) þar sem skoðaðir voru kettlingar og húsfreyjan bauð upp á nýbakað bakkelsi, enginn svikinn þar 😉 Mikil ánægja var með heimsóknina en erfitt var að taka ekki svona eins og einn kettling með heim.