Kaupstaðaferð ;)

Reynt er að fara aðra hverja viku í kaupstaðaferð í Búðardal þar sem íbúar geta skroppið í búð. Leiðinlegt veður hefur aftrað okkur að fara í nokkurn tíma en nú náðum við að skreppa í eina slíka ferð. Það var fámennt en góðmennt í þetta skipti og ekki allir sem vildu láta taka af sér myndir. Þessar ferðir skipta miklu máli, svo sem flestir geti gert sér glaðan dag og skipt aðeins um umhverfi.