Þorrablót 30.jan’24

Líkt og víða á landinu, var haldið þorrablót á Fellsenda, sem tókst með eindæmum vel 🙂

Við fengum góða gesti til okkar, Sigurð Jökulsson bónda á Vatni í Haukadal sem las upp fyrir okkur stórskemmtilega sögu og síðan nokkra meðlimi hljómsveitarinnar Nikkolínu sem spiluðu vel valin lög.

Óhætt er að segja að allir hafi tekið vel til matar síns, enda glæsilegt hlaðborð sem starfsmenn eldhússins töfruðu fram.

Við þökkum öllum þeim sem að þessu stóðu, kærlega fyrir.