Í gær, 3. október, var haldin „Október Fest“ og voru að sjálfsögðu settar upp ýmsar skreytingar. Úr eldhúsinu kom síðan Bratwurst, súrkál og fleira meðlæti í hádeginu og mjúkar gómsætar saltkringlur í kaffinu. Því miður gleymdist að taka myndir af matnum en honum voru gerð góð skil 😉
Í sjónvarpinu var tónlist sem hentaði þessu þema látin damla allan daginn.
Gaman var að sjá hversu vel var tekið í þessa hátíð líkt og sést á myndunum.