Föstudaginn 28. apríl sl. kom Steinka (Steinunn Pálsdóttir) til okkar, eins og hún gerir á 2ja vikna fresti, þar sem hún syngur og spilar fyrir okkar fólk við mjög góðar undirtektir. Hún hefur komið til okkar í nokkur ár og er þetta í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi.
Það er alltaf gaman að fá Steinku í heimsókn og þökkum við henni kærlega fyrir að koma og fylla hjörtu okkar af gleði og söng.