Nýttu afmælisgjafirnar sínar – gjafabréfin

Farið var af stað með afmælis“börn“ janúar mánaðar (2 af 3) til að nýta gjafabréfin sem þau fengu í afmælisgjöf frá Fellsenda (máltíð fyrir einn á Dalakoti). Bára og Erla Þrúður voru hinar kátustu með ferðina og matinn. Á meðan við skruppum í þessa skvísuferð þá skemmtu aðrir sér heima, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Allt mögulegt í gangi í dag!!

Það var heldur betur notalegur dagur hjá okkur í dag! Við byrjuðum á að gefa öllum konum rós í tilefni konudagsins (deginum áður) og horfðum svo á eina bíómynd (sumir horfðu á bíómynd á meðan aðrir fóru í Iðjuna – Vinnustofu). Margir voru í náttfötunum sínum eða „kósý fötum“ allan daginn og var þetta svolítið afslappað. Í hádeginu fengu síðan …

Valentínusardagurinn

Ástin liggur víða í loftinu þennan daginn og ekkert síður hér hjá okkur. Við héldum upp á þennan kærleiksríka dag og höfðum gaman.  

Ýmislegt brasað í Iðjunni – vinnustofu

Eitthvað hefur farið lítið fyrir því að setja hér inn það sem íbúarnir hafa verið að taka sér fyrir hendur í Iðjunni – vinnustofu en við ætlum hér með að bæta úr því. Eins og sjá má eru störfin fjölbreytt og er reynt að koma til móts við hvern og einn.  

Starfsmaður kynnir sig og landið sitt

Eugene, sem er starfsmaður hjá okkur á Fellsenda, var með kynningu á sér og landi sínu ásamt því að gefa okkur smakk af ýmsum kræsingum frá heimalandinu, Lettlandi. Við þökkum Eugene kærlega fyrir þessa skemmtilegu kynningu.

Þorrablót Hjúkrunarheimilisins Fellsenda

Fimmtudaginn 30.janúar héldum við þorrablót þar sem við fengum góðan gest, Árna Brynjólfsson, í heimsókn með nikkuna sína. Hann spilaði og söng fyrir okkur vel valin lög og fyrir vikið fékk hann að gæða sér á kræsingunum okkar 😉 Við þökkum Árna kærlega fyrir að gefa sér tíma til að kíkja til okkar. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem …

Bóndadagurinn

Við héldum upp á Bóndadaginn í gær, 23.janúar, þar sem allir karlmenn fengu barmblóm. Mikið var um að vera og náðust því ekki fleiri myndir en óhætt er að segja að það voru margir brosandi út að eyrum með þetta uppátæki 😉

Þjónusta við íbúa eykst

Þann 24.janúar kom Barbara Guðbjartsdóttir og bauð upp á Höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð. Þeir íbúar sem þessa þjónustu þiggja, greiða fyrir hana sjálfir. Barbara hefur ákveðið að koma til okkar einu sinni í mánuði eða á meðan áhugi íbúa er á hennar þjónustu. Við þökkum Barböru kærlega fyrir að bæta okkur við sína dagskrá en hún er að koma alla leið …

Matreiðslunámskeið

Þátttakendur matreiðslunámskeiðsins vilja ólmir að myndir séu teknar í hverjum tíma. Það verður að vera til á mynd hversu gaman er og einnig hversu dugleg þau eru. Það er alltaf gaman að sjá íbúana okkar framkvæma eitthvað sem þau töldu sig etv ekki geta framkvæmt. Þau halda ótrauð áfram á námskeiðinu og hafa gaman af.

Gleðilegt nýtt ár – 2025!!

Hjúkrunarheimilið Fellsendi; íbúar og starfsfólk, óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir allt á liðnu ári.