Laus störf á Fellsenda

https://www.mbl.is/atvinna/7892/ Umsóknarfrestur er til 1.maí’23 ________________________________ Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt. Getum …

Pizzaferð í Borgarnes

Bestu ferðirnar eru þær sem eru planaðar með mjög stuttum fyrirvara. Þannig var það í dag þegar mæðgurnar, Helga hjúkrunarforstjóri og Eva dóttir hennar, ákváðu að skreppa með Önnu Þóru og Karl í pizzaferð í Borgarnes. Kátínan leyndi sér ekki 🙂

Þorrablót íbúa 1.febrúar’23

Miðvikudaginn 1.febrúar, var árlegt þorrablót íbúanna haldið. Við fengum góða gesti til okkar, þau Ólöfu Höllu og sr. Snævar Jón. Ólöf Halla sagði okkur söguna af Sæmundi góða og sr. Snævar söng og spilaði fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þorrablótið svona flott og skemmtilegt.

Aðventukaffi og ómetanlegur stuðningur Kvenfélagsins Fjólu í desember 2022

Skemmtileg hefð hefur myndast hér hjá okkur í gegnum tíðina, þar sem Kvenfélagið Fjóla kemur og býður upp á aðventukaffi fyrir íbúa og gesti. Þetta er skemmtileg og notaleg samverustund sem lýkur með gómsætu kaffihlaðborði í boði kvenfélagsins. Einnig færði kvenfélagið okkur gjöf að upphæð 50.000 kr sem mun nýtast vel í að kaupa afmælisgjafir fyrir íbúana og þar með …

Ýmislegt brallað í desember 2022

Í desember, síðast liðnum, var ýmislegt skemmtilegt brallað á Fellsenda til að njóta tímans saman fram að jólum. Starfsmenn iðjunnar skipulögðu margvísleg verkefni og skemmtidaga en því miður vorum við ekki nógu dugleg að taka myndir af öllum dögunum en nokkrar myndir fylgja nú samt með. Dæmi um það sem íbúarnir tóku þátt í voru: – Smáköku- og vöfflubakstur – …

Gjöf til Fellsenda

Þann 9.desember sl. komu aðstandendur Ingveldar Vigdísar, heitinnar, færandi hendi. Fellsendi þakkar kærlega fyrir gjöfina sem mun koma að góðum notum á heimilinu. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum degi.

Smákökubakstur – bakað fyrir kaffitímann

5.desember var ákveðið að skella í smákökubakstur við mikla og góða undirtekt íbúanna. Það var mikil gleði að vita síðan til þess að það sem þau voru að baka átti að vera í kaffinu seinna um daginn. Margar hendur vinna létt verk var einmitt það sem gerðist. Það tók einungis ca.30 mínútur að ljúka verkinu og heilmargar smákökur voru gerðar.

Jólahlaðborð íbúanna 2022

30. nóvember var haldið hið árlega, stórglæsilega jólahlaðborð fyrir íbúa Fellsenda. Að vanda var frábær matur og allir borðuðu eins og þeir gátu í sig látið og voru saddir og sælir eftir matinn. Steinka Páls kom og spilaði og söng af sinni einskærru snilld og fékk að sjálfsögðu að gæða sér á hlaðborðinu fyrir vikið. Við þökkum henni og öllum …

Messa í Kvennabrekkukirkju

Sr. Snævar Jón Andrésson, sóknarprestur Dalamanna, skipulagði messu fyrir íbúa Fellsenda í Kvennabrekkukirkju 26.júlí sl. Það var góð mæting og íbúarnir yfir sig hrifnir. Sr. Snævar er vel þekkturo og ákaflega vel liðinn hjá íbúum og starfsfólki Fellsenda þar sem hann er vanur að koma einu sinni í viku og spjalla við þá sem það vilja.  Meðfylgjandi myndir eru úr …

Taka til hendinni

Íbúarnir Karl og Einar sjást hér aðstoða við að gera fínt við Fellsenda. Þeir eru duglegir að hjálpa og finnst gaman að aðstoða húsvörðinn hann Ágúst.  {showtime 19}