Október hátíð

Í gær, 3. október, var haldin „Október Fest“ og voru að sjálfsögðu settar upp ýmsar skreytingar. Úr eldhúsinu kom síðan Bratwurst, súrkál og fleira meðlæti í hádeginu og mjúkar gómsætar saltkringlur í kaffinu. Því miður gleymdist að taka myndir af matnum en honum voru gerð góð skil 😉 Í sjónvarpinu var tónlist sem hentaði þessu þema látin damla allan daginn. …

Fiskidagurinn litli

Það er aldrei lognmolla hjá okkur á Fellsenda, því í gær 26.september, héldum við upp á Fiskidaginn litla. Matseðill dagsins innihélt m.a. fiskiborgara og kakan í kaffinu var skreytt með nammi fiskum svo eitthvað sé nefnt 😉 Fiskidagstónleikar hljómuðu í sjónvarpinu (DVD diskar) allan daginn og var ýmist dansað og sungið með þeim. Við þökkum Júlíusi Júlíussyni kærlega fyrir allan …

Hallfríður 60 ára

21.sept. sl. fagnaði Hallfríður okkar stórafmæli! Hún varð 60 ára og bað um rjómatertu með kaffinu þann daginn og að sjálfsögðu var orðið við því. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn 🙂

Gulur þemadagur

12.september var haldinn Gulur þemadagur og allir (starfsmenn og íbúar) hvattir til að vera með eitthvað gult. Að vanda tók eldhúsið þátt í þemadögunum og höfðu matinn eins gulan og hægt var 🙂 Iðjustarfsmenn sáu síðan um að skreyta til að lífga upp á daginn.

Rut Jenny á afmæli

2. september sl. átti Rut Jenny afmæli, hún varð 76 ára og var hún mjög sátt við að eldhúsið gæti töfrað fram enska jólaköku fyrir sig í tilefni dagsins.

Galína Líney 77 ára

20.ágúst sl. átti Galína Líney afmæli og var því að sjálfsögðu fagnað. Hún valdi að fá rækjubrauðtertu í tilefni dagsins. Deginum áður hafði Galína spilað fyrir okkur á píanó og kom hún okkur skemmtilega á óvart.

Halldór Gunnlaugsson 60 ára

28.júlí sl. varð Halldór okkar 60 ára og komu systur hans og makar þeirra í heimsókn færandi hendi. Halldór átti ánægjulegan dag með þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Karlarnir skruppu af bæ…

Í dag, 28.júlí’23, skrapp karlpeningurinn af bæ og lá leiðin heim til Ágústs og Kristbjargar (sem eru starfsmenn á Fellsenda) þar sem skoðaðir voru kettlingar og húsfreyjan bauð upp á nýbakað bakkelsi, enginn svikinn þar 😉 Mikil ánægja var með heimsóknina en erfitt var að taka ekki svona eins og einn kettling með heim.

Konurnar skruppu í kaffihúsaferð

Í dag, 24.júlí’23, var skroppið í kvennaferð í Búðardal til að gæða sér á kaffi og kruðeríi í Vínlandssetrinu. Það þarf ekki alltaf að fara langt til að hafa gaman 😉

Ýmislegt brallað í sólinni :)

Það gerast ótrúlegir hlutir þegar sólin gleður okkur með nærveru sinni, dag eftir dag. Á Fellsenda er ýmislegt brallað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.