Boccia keppni innandyra

Þegar veðrið leikur ekki við okkur og úti er kalt og nánast ófært þá finnur starfsfólkið eitthvað skemmtilegt til að gera og varð Boccia fyrir valinu núna.  

Þorrablót 30.jan’24

Líkt og víða á landinu, var haldið þorrablót á Fellsenda, sem tókst með eindæmum vel 🙂 Við fengum góða gesti til okkar, Sigurð Jökulsson bónda á Vatni í Haukadal sem las upp fyrir okkur stórskemmtilega sögu og síðan nokkra meðlimi hljómsveitarinnar Nikkolínu sem spiluðu vel valin lög. Óhætt er að segja að allir hafi tekið vel til matar síns, enda …

Kaupstaðaferð ;)

Reynt er að fara aðra hverja viku í kaupstaðaferð í Búðardal þar sem íbúar geta skroppið í búð. Leiðinlegt veður hefur aftrað okkur að fara í nokkurn tíma en nú náðum við að skreppa í eina slíka ferð. Það var fámennt en góðmennt í þetta skipti og ekki allir sem vildu láta taka af sér myndir. Þessar ferðir skipta miklu …

Erla Þrúður 67 ára

17.janúar varð Erla Þrúður 67 ára og var haldið upp á það með hennar uppáhalds kaffibrauði, heitum brauðrétti. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn!

Hreyfistund inni í vonda veðrinu

Þegar veðrið hamlar okkur í að komast út í Iðjuna – vinnustofu, þá reynum við að finna eitthvað annað að gera og í gær, 16.janúar ákváðum við að hafa hreyfistund. Þetta vakti mikla lukku, hláturinn tók öll völd og öllum var orðið vel heitt.  

Skvísuferð

7.janúar sl. var tekin sú skyndiákvörðun að skreppa í smá bíltúr. Silja (starfsmaður) ákvað að skreppa með Daníelu og Önnu Þóru á Dalakot í Búðardal og fá sér pizzu. Eins og sjá má á myndunum vakti þetta mikla lukku.

Ásdís 65 ára!

3.janúar átti Ásdís Sól afmæli og varð hún hvorki meira né minna en 65 ára gömul. Eins og vaninn er á heimilinu að þá fær afmælis“barnið“ að velja hvað er með kaffinu og valdi Ásdís að hafa heitt rúllutertubrauð. Við óskum Ásdísi innilega til hamingju með daginn sinn!

Gleðilegt nýtt ár!!

Hjúkrunarheimilið Fellsendi; íbúar og starfsfólk, óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir allt á liðnu ári.

Áramótin 2023-2024

Nú er komið að áramótum og þá kveðjum við gamla árið og fögnum því nýja. Skotið var upp nokkrum rakettum/tertum og fengu þeir sem vildu stjörnuljós. Við þökkum öllum kærlega fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að eiga gott nýtt ár 2024!

Allir glæsilegir yfir jólahátíðina

Jólahátíðin er gengin í garð og þá fara þeir sem það vilja í sitt fínasta púss og hafa það notalegt saman. Matseðlarnir yfir jólin voru ekki af verri endanum eins og sjá má hér neðar, enda ekki við öðru að búast 😉 Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári