Daníela 62 ára

Daníela Jóna varð 62ja ára 11.nóvember og því var að sjálfsögðu fagnað. Við óskum Daníelu innilega til hamingju með daginn sinn.    

Biskup Íslands heimsótti Fellsenda

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heimsótti Hjúkrunarheimilið Fellsenda ásamt fríðu föruneyti föstudaginn 10.nóvember síðast liðinn. Þau hittu íbúa og starfsmenn, spjölluðu og gæddu sér á hádegismat áður en haldið var áfram á næsta stað. Fellsendi þakkar þeim kærlega fyrir heimsóknina.

Hrekkjavaka!!

Hjúkrunarheimilið lét ekki hrekkjavökuna fram hjá sér fara og var tekið smá forskot á þessa hrikalegu hátíð! 26.október sl. fóru ýmsar verur og fleira ógnvænlegt á stjá eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eldhússtarfsfólkið setti fram alveg „skelfilegan“ matseðil í tilefni dagsins og voru viðbrögðin við þessu vægast sagt mjög fróðleg 🙂 🙂 Steinka Páls mætti til okkar í …

12. október’23 (afmæli, bleikur dagur og Steinka Páls)

Þessi dagur var heldur betur gleðilegur því fyrst og fremst átti Þóra afmæli og varð hún 82 ára. Einnig var haldið upp á bleika daginn og var því allt skreytt með bleiku og maturinn eftir því 😉 ekki lauk veislunni þar því Steinka Páls kom, söng og spilaði fyrir okkur og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn tekinn. Við óskum Þóru innilega …

Birgir 74 ára

Birgir Örn varð 74 ára, 6.október og bað hann um rjómatertu með kaffinu. Kveikt er á stjörnuljósi fyrir viðkomandi á meðan afmælissöngurinn er sunginn. Við óskum Birgi innilega til hamingju með daginn 🙂  

Október hátíð

Í gær, 3. október, var haldin „Október Fest“ og voru að sjálfsögðu settar upp ýmsar skreytingar. Úr eldhúsinu kom síðan Bratwurst, súrkál og fleira meðlæti í hádeginu og mjúkar gómsætar saltkringlur í kaffinu. Því miður gleymdist að taka myndir af matnum en honum voru gerð góð skil 😉 Í sjónvarpinu var tónlist sem hentaði þessu þema látin damla allan daginn. …

Fiskidagurinn litli

Það er aldrei lognmolla hjá okkur á Fellsenda, því í gær 26.september, héldum við upp á Fiskidaginn litla. Matseðill dagsins innihélt m.a. fiskiborgara og kakan í kaffinu var skreytt með nammi fiskum svo eitthvað sé nefnt 😉 Fiskidagstónleikar hljómuðu í sjónvarpinu (DVD diskar) allan daginn og var ýmist dansað og sungið með þeim. Við þökkum Júlíusi Júlíussyni kærlega fyrir allan …

Hallfríður 60 ára

21.sept. sl. fagnaði Hallfríður okkar stórafmæli! Hún varð 60 ára og bað um rjómatertu með kaffinu þann daginn og að sjálfsögðu var orðið við því. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn 🙂

Gulur þemadagur

12.september var haldinn Gulur þemadagur og allir (starfsmenn og íbúar) hvattir til að vera með eitthvað gult. Að vanda tók eldhúsið þátt í þemadögunum og höfðu matinn eins gulan og hægt var 🙂 Iðjustarfsmenn sáu síðan um að skreyta til að lífga upp á daginn.

Rut Jenny á afmæli

2. september sl. átti Rut Jenny afmæli, hún varð 76 ára og var hún mjög sátt við að eldhúsið gæti töfrað fram enska jólaköku fyrir sig í tilefni dagsins.