Steinka tekur lagið

Þann 11.apríl sl. kom Steinka til okkar (líkt og hún gerir á tveggja vikna fresti) en í þetta skiptið greip deildarstjórinn okkar, hann Gunnar Bergmann, í gítar heimilisins og spilaði með Steinku við góðar undirtektir.

Höfðingleg gjöf

Á dögunum barst okkur höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Fjólu. Konur úr stjórn félagsins komu færandi hendi og gáfu Hjúkrunarheimilinu Fellsenda 400.000 kr. sem nýta á í kaup á blöðruskanna fyrir heimilið. Við erum þeim ævinlega þakklát fyrir að hugsa svona fallega til okkar með svo rausnarlega gjöf. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Á myndinni eru, talið frá …

Heimiliskötturinn vinsæll

Manni, heimiliskötturinn okkar, er afar vinsæll og veitir mikla gleði. Eins og gengur og gerist eru sumir hrifnari af honum en aðrir 😉

Appelsínugulur þemadagur

Þann 12.mars sl. héldum við appelsínugulan þemadag og erum við alltaf jafn þakklát eldhússtarfsfólkinu fyrir að taka þátt í þessum dögum með okkur. Það gleymdist að taka myndir af þeim sem mættu í appelsínugulu þennan dag en skrautið og bakkelsið náðist á mynd 😉

Aldursforseti Fellsenda 88 ára!

Þann 4. mars sl. varð Hrefna, aldursforseti okkar, 88 ára gömul og bauð upp á rjómapönnukökur og upprúllaðar pönnukökur með sykri í tilefni dagsins. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn sinn.

Passamyndataka íbúa

Mörgum getur fundist það vera sjálfsagður hlutur að skella sér í passamyndatöku til að fá ný skilríki en það er alls ekki sjálfgefið og sú er raunin með okkar fólk. Ása Fossdal (starfsmaður) hafði verið að vinna í því að fá undanþágu svo íbúarnir þurfi ekki að mæta til sýslumanns til að fá passamyndirnar og tókst henni það. Þegar umræðan …

Boccia keppni innandyra

Þegar veðrið leikur ekki við okkur og úti er kalt og nánast ófært þá finnur starfsfólkið eitthvað skemmtilegt til að gera og varð Boccia fyrir valinu núna.  

Þorrablót 30.jan’24

Líkt og víða á landinu, var haldið þorrablót á Fellsenda, sem tókst með eindæmum vel 🙂 Við fengum góða gesti til okkar, Sigurð Jökulsson bónda á Vatni í Haukadal sem las upp fyrir okkur stórskemmtilega sögu og síðan nokkra meðlimi hljómsveitarinnar Nikkolínu sem spiluðu vel valin lög. Óhætt er að segja að allir hafi tekið vel til matar síns, enda …

Kaupstaðaferð ;)

Reynt er að fara aðra hverja viku í kaupstaðaferð í Búðardal þar sem íbúar geta skroppið í búð. Leiðinlegt veður hefur aftrað okkur að fara í nokkurn tíma en nú náðum við að skreppa í eina slíka ferð. Það var fámennt en góðmennt í þetta skipti og ekki allir sem vildu láta taka af sér myndir. Þessar ferðir skipta miklu …

Erla Þrúður 67 ára

17.janúar varð Erla Þrúður 67 ára og var haldið upp á það með hennar uppáhalds kaffibrauði, heitum brauðrétti. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn!