Enn halda vorferðirnar áfram

Farið var í tveimur fámennum hollum, fyrir og eftir hádegi (15.maí’23), í Vínlandssetrið í Búðardal, þar sem við gæddum okkur á rjúkandi, matmikilli súpu og nýbökuðu brauði. Ekki veitti af þar sem úti var aftur kominn snjór og heldur hráslagarlegt. Við hlýjuðum okkur því vel innan dyra á ljúffengum veitingum og áttum góða stund saman.

Vorferð nr.2 þetta árið

Fámennt en góðmennt var í vorferð nr.2 þegar við fórum á Dalakot í Búðardal. Þar var í boði pizzahlaðborð og vakti það mikla lukku. Þar sem okkur lá ekkert á að fara aftur heim þá skruppum við í bíltúr inn í Haukadal að skoða hvar Eiríksstaðir eru staðsettir. Farið var yfir bæjarnöfnin og hver býr hvar og lá leið okkar …

Vorferðir Fellsenda byrjaðar

Í dag, 9.maí’23, var fyrsta vorferð ársins farin og skruppum við í Dalahyttur í Hörðudal. Þar var okkur boðið upp á dýrindis kræsingar í yndislegu umhverfi. Það var talsvert hlýrra og huggulegra inni í bragganum heldur en úti við. Eftir að hafa notið veitinganna var ákveðið að heimsækja heiðurshjónin Elínu og Hörð í Vífilsdal (þau starfa bæði á Fellsenda) til …

Karlakórinn Fóstbræður kom í heimsókn

Það er ekkert lát á skemmtilegheitunum á Fellsenda því karlakórinn Fóstbræður kom í heimsókn (8.maí’23) og söng nokkur vel valin lög fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

1.maí’23 – Verkalýðsdagurinn

Á sjálfan Verkalýðsdaginn, 1.maí’23 var ákveðið að skella sér á hátíðarhöldin í Búðardal þar sem frábær skemmtiatriði voru og mjög girnilegar kræsingar og voru allir vel saddir og sælir þegar heim var komið. Því miður var eitthvað lítið tekið af myndum en það var ekki hægt að sleppa því að smella af þegar Þröstur okkar skellti sér upp á svið …

Sungið saman

Föstudaginn 28. apríl sl. kom Steinka (Steinunn Pálsdóttir) til okkar, eins og hún gerir á 2ja vikna fresti, þar sem hún syngur og spilar fyrir okkar fólk við mjög góðar undirtektir. Hún hefur komið til okkar í nokkur ár og er þetta í samstarfi við Símenntun á Vesturlandi. Það er alltaf gaman að fá Steinku í heimsókn og þökkum við …

Vel heppnuð Fjölskylduhátíð Fellsenda

20.apríl síðast liðinn, sumardaginn fyrsta, var haldin Fjölskylduhátíð Fellsenda þar sem aðstandendum og öðrum gestum var boðið að koma og eiga góða stund saman. Margt var um manninn og voru veitingarnar ekki af verri endanum. Þvílíka hlaðborðið sem starfsmenn eldhússins töfruðu fram og er óhætt að segja að það hafi enginn farið svangur heim. Karlakórinn Söngbræður kom og flutti fyrir …

Boccia!

Það er alltaf gaman þegar spil/leikir eru dregin fram og er Boccia vinsæll leikur þar sem hann er hægt að leika bæði inna- og utandyra.

Fjölskylduhátíð Fellsenda – Sumardaginn fyrsta

Hin árlega Fjölskylduhátíð Fellsenda verður haldin á sumardaginn fyrsta, 20.apríl milli kl.14-16. Aðstandendum er boðið að koma og eiga góða og notalega stund með sínu fólki. Karlakórinn Söngbræður mun koma og taka nokkur lög fyrir okkur og boðið verður upp á stórglæsilegt kaffihlaðborð. Hlökkum til að sjá ykkur

Páskabingó

Páskabingó var haldið 8. apríl sl. við góðar undirtektir. Bingó er alltaf vinsælt og er beðið í ofvæni eftir næsta Bingói 🙂