Þrátt fyrir að hitastigið sé ekki hátt þá er nú samt komið vor í lofti og þá alveg tilvalið að skella sér út undir beran himininn. Nokkrir íbúar og starfsmenn kíktu út og höfðu gaman 🙂
Halla Hrund forsetaframbjóðandi í heimsókn
Okkur hlotnaðist sá heiður að fá Höllu Hrund forsetaframbjóðanda í heimsókn til okkar þann 28.apríl sl. Ekki var nóg með að hún tók samtalið við okkur heldur kom hún með harmonikku með sér og tók lagið. Við þökkum Höllu Hrund kærlega fyrir komuna og óskum henni góðs gengis í áframhaldandi kosningabaráttu.
Fjölskylduhátíð Fellsenda 25.apríl’24
Líkt og undanfarin ár var haldið upp á Fjölskylduhátíð Fellsenda þar sem aðstandendum og vinum var boðið að koma og njóta dagsins með okkur. Karlakórinn Söngbræður kom og söng fyrir okkur nokkur vel valin lög og mætti segja að það sé komin hefð á að fá þá ágætu menn til okkar. Þeir vekja alltaf mikla lukku hjá okkar fólki. Bjarni …
Skroppið í kaffi og meðlæti í Dalahyttur
Tekin var sú skyndiákvörðun í góðu veðri, þann 13.apríl sl., að skella sér í kaffi og dásamlegt meðlæti hjá henni Guðrúnu í Dalahyttum. Við þökkum henni kærlega fyrir góðar móttökur. Enginn svikinn á að skella sér í Dalahyttur, Hörðudal.
Steinka tekur lagið
Þann 11.apríl sl. kom Steinka til okkar (líkt og hún gerir á tveggja vikna fresti) en í þetta skiptið greip deildarstjórinn okkar, hann Gunnar Bergmann, í gítar heimilisins og spilaði með Steinku við góðar undirtektir.
Höfðingleg gjöf
Á dögunum barst okkur höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Fjólu. Konur úr stjórn félagsins komu færandi hendi og gáfu Hjúkrunarheimilinu Fellsenda 400.000 kr. sem nýta á í kaup á blöðruskanna fyrir heimilið. Við erum þeim ævinlega þakklát fyrir að hugsa svona fallega til okkar með svo rausnarlega gjöf. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að. Á myndinni eru, talið frá …
Heimiliskötturinn vinsæll
Manni, heimiliskötturinn okkar, er afar vinsæll og veitir mikla gleði. Eins og gengur og gerist eru sumir hrifnari af honum en aðrir 😉
Appelsínugulur þemadagur
Þann 12.mars sl. héldum við appelsínugulan þemadag og erum við alltaf jafn þakklát eldhússtarfsfólkinu fyrir að taka þátt í þessum dögum með okkur. Það gleymdist að taka myndir af þeim sem mættu í appelsínugulu þennan dag en skrautið og bakkelsið náðist á mynd 😉
Aldursforseti Fellsenda 88 ára!
Þann 4. mars sl. varð Hrefna, aldursforseti okkar, 88 ára gömul og bauð upp á rjómapönnukökur og upprúllaðar pönnukökur með sykri í tilefni dagsins. Við óskum henni innilega til hamingju með daginn sinn.
Passamyndataka íbúa
Mörgum getur fundist það vera sjálfsagður hlutur að skella sér í passamyndatöku til að fá ný skilríki en það er alls ekki sjálfgefið og sú er raunin með okkar fólk. Ása Fossdal (starfsmaður) hafði verið að vinna í því að fá undanþágu svo íbúarnir þurfi ekki að mæta til sýslumanns til að fá passamyndirnar og tókst henni það. Þegar umræðan …