Höfðingleg gjöf

Á dögunum barst okkur höfðingleg gjöf frá Kvenfélaginu Fjólu. Konur úr stjórn félagsins komu færandi hendi og gáfu Hjúkrunarheimilinu Fellsenda 400.000 kr. sem nýta á í kaup á blöðruskanna fyrir heimilið.

Við erum þeim ævinlega þakklát fyrir að hugsa svona fallega til okkar með svo rausnarlega gjöf. Það er ómetanlegt að eiga svona góða að.

Á myndinni eru, talið frá vinstri; Þórður Ingólfsson læknir, Gunnar Bergmann deildarstjóri, Helga Garðarsdóttir hjúkrunarforstjóri, Erna Kristín Hjaltadóttir, Steinunn Lilja Ólafsdóttir og Berglind Vésteinsdóttir.

Þökkum við Kvenfélaginu Fjólu enn og aftur kærlega fyrir