Þorrablót Hjúkrunarheimilisins Fellsenda

Fimmtudaginn 30.janúar héldum við þorrablót þar sem við fengum góðan gest, Árna Brynjólfsson, í heimsókn með nikkuna sína. Hann spilaði og söng fyrir okkur vel valin lög og fyrir vikið fékk hann að gæða sér á kræsingunum okkar 😉

Við þökkum Árna kærlega fyrir að gefa sér tíma til að kíkja til okkar.

Einnig viljum við þakka öllum þeim sem stóðu að þessu stórglæsilega þorrablóti okkar!