Rausnarleg gjöf úr dánarbúi Grétars Pálssonar

Grétar Pálsson var búinn að vera búsettur hjá okkur á Fellsenda síðan nóvember 2006. Hann lést í mars 2023 og arfleiddi Hjúkrunarheimilið Fellsenda af öllum sínum eignum. Í dag, 24.september, fengum við síðan afhenta hjólastólalyftuna sem keypt var fyrir arfinn frá Grétari. Við erum ákaflega þakklát fyrir að hann hafi hugsað svona hlýtt til okkar  

Göngutúr í góðu haustveðri

Það er alveg bráðnauðsynlegt að nýta alla góðviðris dagana sem við fáum og skruppu nokkrir í göngutúr. Að sjálfsögðu smellum við mynd af dugnaðarforkunum 😉

Gísli flottur ;)

Það er alltaf stutt í grín og glens hjá honum Gísla og þegar hann frétti af nýjum hárnetunum sem eldhúsið var að taka í notkun þá vildi hann ólmur prófa 😉 Hann tók sig bara vel út.

Verslunin Hjarta mitt kom á Fellsenda

Frábær þjónusta hjá henni Völu, í versluninni Hjarta mitt, því hún kom með fullt af vörum til okkar á Fellsenda og gátu íbúar og starfsfólk verslað. Þetta vakti mikla lukku, sérstaklega hjá íbúunum sem eiga ekki eins auðvelt með að „skreppa“ í búðir. Við þökkum Völu kærlega fyrir komuna til okkar <3  

Rut Jenný 77 ára afmæli

Í dag, 2. september á Rut afmæli og er hún 77 ára. Hún bað um hjónabandssælu með kaffinu og var hæstánægð með kökuna. Við óskum Rut innilega til hamingju með daginn sinn 🙂

Stólaleikfimi

Stólaleikfimi er komin aftur á dagskrá eftir langt hlé. Stjórn leikfiminnar er í höndum Ingu sem hefur mikinn áhuga á að virkja aðra íbúa í kringum sig. Inga fær stórt hrós skilið fyrir dugnað og flott framtak.

Boccia keppni

Það er alltaf jafn gaman að koma saman og leika sér aðeins. Hægt er að segja að Boccia keppni sé orðin fastur liður hjá okkur. Það er góð þátttaka og keppnisandinn ræður ríkjum en einnig hlátrasköllin. Meira að segja kisan hefur áhuga á Boccia 😉

Deildarstjórinn hleypur maraþon

Hann Gunnar Bergmann, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá okkur, tók sig til og hljóp hálft maraþon til styrktar Gleðistjörnunni þann 24.ágúst. Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Við óskum …

Kaffihúsaferð og náungakærleikur

Við gerðum okkur glaðan dag (24.ágúst) og skruppum á kaffihús í Búðardal, nánar tiltekið Vínlandssetrið. Þar voru hjón frá Los Angeles að gæða sér á kræsingum og komu þau að tali við okkur og fannst yndislegt að hitta okkur. Þau starfa á svipuðu heimili og okkar og tóku ekki annað í mál en að bjóða okkur upp á kaffi, meðlæti …