Á laugardaginn sl. var gott veður og skruppu nokkrir íbúar út og sóluðu sig 😉 Síðan var aðeins kaldara á sunnudeginum og þá vorum við inni og spiluðum Boccia og spjölluðum.
Fjölskylduhátíð Fellsenda ’25
Það var sannkölluð hátíðarstemmning og vor í lofti þegar við héldum okkar árlegu Fjölskylduhátíð. Við gátum ekki fengið betra veður og skapaðist yndisleg stemmning einnig utandyra, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Í ár spilaði og söng barnabarnið hennar Báru Guðjónsdóttur, íbúa, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann, Ketill Ágústson, hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár og …
Páska BINGÓ!!
Hið árlega páska bingó var haldið í dag, Páskadag, undir stjórn Erlu Friðriksdóttur, hjúkrunarfræðings. Bingóið vekur ávallt mikla lukku meðal íbúanna þó svo það nái ekki allir að sitja allan tímann.
Eggjamálun
Eugene, sem er starfsmaður hjá okkur á Fellsenda, bauð íbúum og starfsfólki upp á eggjamálun með náttúrulegri aðferð.
Nýta allar sólarstundirnar
Mikið er um „glugga veður“ þessa dagana en þegar hitatölurnar fara nálgast tveggjastafa tölu, þá er hægt að setjast út og njóta sólargeislanna. Sumum fannst enn eitthvað napurt og voru því betur klæddir en aðrir. Það er nauðsynlegt að kíkja aðeins út þó svo það sé í stuttan tíma því sólin og súrefnið (hreina loftið í sveitinni) gera okkur svo …
Messa í Kvennabrekkukirkju
Okkar eini sanni sr. Snævar Jón Andrésson var með messu í Kvennabrekkukirkju fyrir alla þá sem vildu. Það fór góður hópur og naut þessarar stundar. Þökkum við sr. Snævari kærlega fyrir okkur.
Eiríkur 74 ára
Það er stutt á milli fagnaðarefna hjá okkur því í dag á hann Eiríkur 74 ára afmæli. Hann bauð öllum upp á rækjubrauðtertu í tilefni þess og var hinn kátasti með það. Við óskum honum innilega til hamingju með daginn sinn.
Halldór Rúnar 58 ára
Halldór Rúnar eða Dóri, fagnar 58 ára afmælinu sínu í dag. Hann bauð öllum upp á vöfflur og tilheyrandi í tilefni dagsins. Við óskum Dóra innilega til hamingju með daginn sinn 🙂
Steinka mætt á svæðið
Steinka Páls kom og spilaði og söng fyrir okkur. Það eru hinsvegar ekki allir sem hafa áhuga á að syngja með líkt og Anna Þóra en hún tók sig til og fór í göngutúr í kringum húsið og passaði upp á að umhverfið væri hreint og fínt.
Þórður Ingi 58 ára
Þórður Ingi, Doddi, fagnaði 58 ára afmæli sínu í dag og bauð öllum upp á rjómatertu. Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins 😉