Allir glæsilegir yfir jólahátíðina

Jólahátíðin er gengin í garð og þá fara þeir sem það vilja í sitt fínasta púss og hafa það notalegt saman. Matseðlarnir yfir jólin voru ekki af verri endanum eins og sjá má hér neðar, enda ekki við öðru að búast 😉 Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Meiri upplestur

Þann 22.desember var síðasta upplestrarheimsóknin til okkar á Fellsenda og vorum við þá búin að fá að njóta upplestrar með sveitungum okkar í sjö skipti. Þessar stundir voru vel sóttar og ákaflega ánægjulegar og notalegar. Þeir sem komu til okkar í síðustu skiptin voru Sigríður Jónsdóttir – bókavörður (13.des), Helga Elínborg Guðmundsdóttir – bóndi á Erpsstöðum (20.des) og Jóhanna Sigrún …

Upplestur sveitunga okkar – sjálfboðaliða verkefni

Í lok nóvember, hafði Berghildur Pálmadóttir samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að fá nokkra sveitunga til að lesa upp úr bókum fyrir okkur í desember. Við að sjálfsögðu stukkum á það gullboð og eru allir hæst ánægðir með þetta framtak. Stefnt er að því að upplestur verði þrjá daga í viku út desember. Nú þegar …

Jólakakó og rjómavöfflur

Það er ekki að spyrja að yndislegheitunum í starfsmönnum eldhúsins hjá okkur en það var töfrað fram jólakakó og rjómavöfflur. Engin svikinn þar 😉

Kalli 53 ára

Þann merkisdag, 9.desember átti Kalli okkar 53ja ára afmæli og í tilefni dagsins skrapp hann í stuttan bíltúr með starfsmanni og kom svo heim til að gæða sér á afmælistertunni. Við óskum Kalla innilega til hamingju með daginn sinn.

Jólahlaðborðið

Ár hvert höldum við jólahlaðborð þar sem íbúar og starfsmenn gera sér glaðan dag saman og borða hreinlega yfir sig af ómótstæðilegum kræsingum. Allur matur er vandlega matreiddur úr eldhúsi Fellsenda og má líkja hlaðborðinu okkar við bestu og flottustu jólahlaðborð á markaðnum. Við fengum til okkar góða gesti, Steinku Páls sem spilaði og söng fyrir okkur nokkur vel valin …

Jólatré skreytt

Þegar líða fer að jólum er margt sem þarf að huga að og reynum við þá að hjálpast að við að gera eins jóla- og notalegt og við getum.

Einar 57 ára

Í dag, 1. desember, á Fullveldisdaginn sjálfan á Einar okkar afmæli. Hann er 57 ára gamall var að sjálfsögðu haldið upp á það. Hann var ánægður með daginn eins og sést á meðfylgjandi myndum. Óskum við Einari innilega til hamingju með daginn sinn.

Slökun með Elínu Kristinsdóttur

Okkur hlotnaðist sú ánægja að fá hana Elínu Kristinsdóttur til að koma og vera með slökun fyrir íbúana ca. einu sinni í viku, í október/nóvember, og á meðfylgjandi mynd má sjá hvað allir höfðu það notalegt. Mikil ánægja var með þessa tíma og vonumst við til að fá hana aftur til okkar eftir áramótin.

Forskot á aðventuna

Í gær, sunnudaginn 26.nóvember, var heldur betur tekið forskot á aðventuna. Kvenfélagið Fjóla bauð í glæsilegt kaffihlaðborð eins og þeim einum er lagið, Sönghópurinn Hljómbrot flutti nokkur vel valin lög undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur og var einleikari á þverflautu, Sigrún Sigurðardóttir og einsöngvari, Ólöf Halla Bjarnadóttir. Sr. Snævar Jón Andrjesson las síðan sögu um kertin á aðventukransinum. Við þökkum öllum …