2. september sl. átti Rut Jenny afmæli, hún varð 76 ára og var hún mjög sátt við að eldhúsið gæti töfrað fram enska jólaköku fyrir sig í tilefni dagsins.
Galína Líney 77 ára
20.ágúst sl. átti Galína Líney afmæli og var því að sjálfsögðu fagnað. Hún valdi að fá rækjubrauðtertu í tilefni dagsins. Deginum áður hafði Galína spilað fyrir okkur á píanó og kom hún okkur skemmtilega á óvart.
Halldór Gunnlaugsson 60 ára
28.júlí sl. varð Halldór okkar 60 ára og komu systur hans og makar þeirra í heimsókn færandi hendi. Halldór átti ánægjulegan dag með þeim eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Karlarnir skruppu af bæ…
Í dag, 28.júlí’23, skrapp karlpeningurinn af bæ og lá leiðin heim til Ágústs og Kristbjargar (sem eru starfsmenn á Fellsenda) þar sem skoðaðir voru kettlingar og húsfreyjan bauð upp á nýbakað bakkelsi, enginn svikinn þar 😉 Mikil ánægja var með heimsóknina en erfitt var að taka ekki svona eins og einn kettling með heim.
Konurnar skruppu í kaffihúsaferð
Í dag, 24.júlí’23, var skroppið í kvennaferð í Búðardal til að gæða sér á kaffi og kruðeríi í Vínlandssetrinu. Það þarf ekki alltaf að fara langt til að hafa gaman 😉
Ýmislegt brallað í sólinni :)
Það gerast ótrúlegir hlutir þegar sólin gleður okkur með nærveru sinni, dag eftir dag. Á Fellsenda er ýmislegt brallað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Ísrúntarnir eru uppáhalds!
Í dag, 8.júlí’23, var farið í ferð á Erpsstaði og var tilefnið áframhaldandi SÓL og hvað er betra að gera í sól en borða ís 😉 Þessir bíltúrar klikka sko ekki!
Sólardagar nýttir vel
Júlí mánuður byrjaði vel og var hver sólarmínúta nýtt til hins ýtrasta. Allt verður mikið skemmtilegra þegar sólin fer að skína 🙂
Skyndiákvörðun dagsins!
Mánudaginn 26.júní’23 var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Við skruppum í Sælureitinn Árblik og fengum okkur ýmislegt gott Þar skoðuðum við einnig ýmsar söluvörur úr héraði. Við erum ákaflega heppin að hafa fjölbreytta og skemmtilega þjónustu á næstu grösum. Það þarf nefninlega ekki alltaf að fara langt 😉
Ísbíltúr á Erpsstaði
Laugardaginn 24.júní sl. var skroppið á Erpsstaði til að gæða sér á ís og kíkja á dýrin. Það er alveg ómetanlegt að hafa þessa þjónustu í nærumhverfinu.