Kaffihúsaferð í Árblik 7.júní’22

Þar sem við erum svo heppin að það opnaði nýtt kaffihús rétt hjá okkur, þá lá leið okkar auðvitað þangað. Árblik í Suðurdölum var með ljúffengar vöfflur m/rjóma og kaffi/gos með því þennan daginn. Allir sáttir með það 🙂 {showtime 6}  

Söngur, gleði og gaman

Þegar Steinunn Pálsdóttir (betur þekkt sem Steinka Páls) kemur á Fellsenda er ætíð mikil gleði. Hún syngur, spilar og heldur uppi stuði með íbúum og starfsfólki. Það er ávallt mikið fagnaðarefni þegar hún kemur og þökkum við henni vel fyrir það. Meðfylgjandi eru myndir frá heimsókn hennar 2.júní sl.  {showtime 5}

Dömuferð í Borgarnes

Þann 31.maí sl. var ákveðið að skreppa í dömuferð í Borgarnes þar sem við skruppum á Grillhúsið að borða og síðan lá leiðin á fatamarkað Cosmo þar sem dömurnar keyptu sér allar eitthvað fallegt til að vera í. Mikil gleði og ánægja var með ferðina.  {showtime 4}

Laus störf á Fellsenda

Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt.

Ísbíltúr

Þegar sólin lætur sjá sig og veðrið leikur við okkur, þá skellum við okkur í ísbíltúr og kíkjum á kanínuungana á Erpsstöðum.  {showtime 3}

Dekurdagar í iðjunni

Iðjan ákvað að bjóða íbúum og starfsmönnum upp á dekurdaga þar sem íbúarnir voru búnir að vera mjög duglegir að útbúa ýmsa maska, skrúbba, krem og sápur undir handleiðslu Fanneyjar, starfsmanns iðjunnar. Boðið var upp á tvær útgáfur af dekri; andlitsdekur og handadekur. Í andlitsdekrinu var boðið upp á skrúbb, maska, rakakrem, varasalva og hitabakstur á axlir. Í handadekrinu var …

Lions Seltjarnarnesi

Gjöf frá Lions Seltjarnarnesi

Á sumardaginn fyrsta, 21.apríl 2022, kom Jón Páll Ásgeirsson (fyrir hönd Lionsklúbbsins á Seltjarnarnesi) með hjólastól sem ákveðið var að gefa Hjúkrunarheimilinu Fellsenda til þess að auðvelda íbúum heimilisins að komast á milli bygginga og taka þátt í iðjunni sem þar er. Við þökkum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og mun hún koma vel að notum. 

Rausnarleg gjöf

Í byrjun mars barst Iðjunni rausnarleg gjöf frá foreldrum hjúkrunarforstjórans okkar, Helgu Garðarsdóttur. Hvorki meira né minna en 3 bindi af Dalamönnum.