Rut Jenný 77 ára afmæli

Í dag, 2. september á Rut afmæli og er hún 77 ára. Hún bað um hjónabandssælu með kaffinu og var hæstánægð með kökuna. Við óskum Rut innilega til hamingju með daginn sinn 🙂

Stólaleikfimi

Stólaleikfimi er komin aftur á dagskrá eftir langt hlé. Stjórn leikfiminnar er í höndum Ingu sem hefur mikinn áhuga á að virkja aðra íbúa í kringum sig. Inga fær stórt hrós skilið fyrir dugnað og flott framtak.

Boccia keppni

Það er alltaf jafn gaman að koma saman og leika sér aðeins. Hægt er að segja að Boccia keppni sé orðin fastur liður hjá okkur. Það er góð þátttaka og keppnisandinn ræður ríkjum en einnig hlátrasköllin. Meira að segja kisan hefur áhuga á Boccia 😉

Deildarstjórinn hleypur maraþon

Hann Gunnar Bergmann, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá okkur, tók sig til og hljóp hálft maraþon til styrktar Gleðistjörnunni þann 24.ágúst. Gleðistjarnan er góðgerðarfélag sem stofnað hefur verið til minningar um Þuríði Örnu Óskarsdóttur sem lést þann 20. mars 2023. Tilgangur félagsins er að halda uppi minningu Þuríðar með því að gleðja systkini langveikra barna með gleðigjöfum og viðburðum. Við óskum …

Kaffihúsaferð og náungakærleikur

Við gerðum okkur glaðan dag (24.ágúst) og skruppum á kaffihús í Búðardal, nánar tiltekið Vínlandssetrið. Þar voru hjón frá Los Angeles að gæða sér á kræsingum og komu þau að tali við okkur og fannst yndislegt að hitta okkur. Þau starfa á svipuðu heimili og okkar og tóku ekki annað í mál en að bjóða okkur upp á kaffi, meðlæti …

Bingó um Verslunarmannahelgina

Erla hjúkrunarfræðingur skellti í Bingó um Versló og er ávallt mikil gleði með það. Allir enduðu á að fá vinning.  

Ísbíltúr á Erpsstaði

Við fögnum öllum góðum dögum og það gerum við gjarnan með því að skella okkur í bíltúr. Þar sem Erpsstaðir eru mjög stutt frá okkur, þá er fljótlegt og gott að skreppa þangað og fá sér ís.  

Halldór G. 61 árs afmæli

Í dag, 28.júlí, átti Halldór okkar afmæli og varð hann 61 árs. Hann fékk að sjálfsögðu tertu og pakka í tilefni dagsins 🙂 Við óskum Halldóri innilega til hamingju með daginn sinn.

Dekur í boði

Nokkrir íbúar þáðu smá dekur í dag hjá starfsmönnum og tala myndirnar máli sínu. Þetta hlýtur að hafa verið alveg yndislegt!

Albert 66 ára afmæli

Albert okkar varð 66 ára gamall í dag, 10.júlí. Hann bað um rjómatertu og að sjálfsögðu varð eldhúsið við þeirri beiðni. Við óskum Alberti innilega til hamingju með daginn sinn 🙂