Í dag var ákveðið að breyta aðeins til að bjóða öllum upp á kanilsnúða og kókómjólk með uppdekkuðum borðum. Þetta vakti mikla lukku hjá öllum.
Skroppið að Eiríksstöðum í Haukadal
Í dag var ákveðið með skömmum fyrirvara að skreppa að Eiríksstöðum í Haukadal. Það fóru fjórir vaskir menn, ásamt fylgdarliði, og hlýddu á merka sögu Eiríks rauða. Þeir sem vildu fengu að prófa að handfjatla meðal annars exi og skjöld.
Sól úti og inni
Þegar sólin fer að skína þá birtir yfir öllu, líka okkur. Hér á meðfylgjandi myndum eru nokkrir að sinna mikilvægri iðju.
Dömur í verslunarferð
Við gripum tækifærið þegar Cosmo kom í Búðardal (31.maí) með fatamarkað og skelltum okkur í dömuferð. Það fóru 2 dömur en verslað var fyrir fleiri.
Góð mæting í söngstundina
Síðast liðinn föstudag, 26.maí, kom Steinka til okkar og hélt uppi söng og gleði. Þetta var síðasta skiptið hennar fyrir sumarfrí. Hún mun vonandi koma aftur til okkar í haust. Meðfylgjandi myndir segja meira en þúsund orð.
Skroppið að Stóra-Vatnshorni
Þann 17.maí sl. var skroppið í bíltúr að Stóra-Vatnshorni í Haukadal, þar sem kíkt var inn í kirkjuna og síðan inn í fjárhús að knúsa lömbin. Ágúst (sem er ættaður frá Stóra-Vatnshorni) og Kristbjörg, kona hans (þau eru bæði starfsmenn á Fellsenda) tóku á móti Önnu Þóru og Helgu hjúkrunarforstjóra. Líkt og myndirnar sýna, þá var mikil gleði með þessa …
Hjólastuð!
Það er sko ekki slegið slöku við á Fellsenda og eru kapparnir Albert og Þröstur duglegir að fara hjóla og hafa gaman af eins og sést á svipnum á þeim 🙂
Enn halda vorferðirnar áfram
Farið var í tveimur fámennum hollum, fyrir og eftir hádegi (15.maí’23), í Vínlandssetrið í Búðardal, þar sem við gæddum okkur á rjúkandi, matmikilli súpu og nýbökuðu brauði. Ekki veitti af þar sem úti var aftur kominn snjór og heldur hráslagarlegt. Við hlýjuðum okkur því vel innan dyra á ljúffengum veitingum og áttum góða stund saman.
Vorferð nr.2 þetta árið
Fámennt en góðmennt var í vorferð nr.2 þegar við fórum á Dalakot í Búðardal. Þar var í boði pizzahlaðborð og vakti það mikla lukku. Þar sem okkur lá ekkert á að fara aftur heim þá skruppum við í bíltúr inn í Haukadal að skoða hvar Eiríksstaðir eru staðsettir. Farið var yfir bæjarnöfnin og hver býr hvar og lá leið okkar …
Vorferðir Fellsenda byrjaðar
Í dag, 9.maí’23, var fyrsta vorferð ársins farin og skruppum við í Dalahyttur í Hörðudal. Þar var okkur boðið upp á dýrindis kræsingar í yndislegu umhverfi. Það var talsvert hlýrra og huggulegra inni í bragganum heldur en úti við. Eftir að hafa notið veitinganna var ákveðið að heimsækja heiðurshjónin Elínu og Hörð í Vífilsdal (þau starfa bæði á Fellsenda) til …